Austfjarðatröllið hefur innreið sína



August 13, 2007
Nýtt og drepleiðinlegt blogg

Ákvað um daginn að prófa moggabloggið. Þangað fara leiðinlegu hugrenningarnar mínar. Þær skemmtilegu verða áfram hér, ef einhverjar verða.

http://isk.blog.is

 


March 10, 2007
Linkar

Nýir, horfnir, uppfærðir. Njótið.

March 9, 2007
Talandi um andleysi

Andleysi hefur hrjáð mig undanfarið, enda heilinn uppfullur af stærðfræði og burðarþolsformúlum hvers konar. Til að ráða bót á því hef ég ég ákveðið að stytta meðallengd færsla til muna. Annars gott að frétta....

December 2, 2006
Af einkunnum og jólastússi

Jólin hafa aldrei verið í uppáhaldi hjá mér. Ég veit ekki hvers vegna. Ég hafði gaman af þeim sem barn, en þessi áhugi dvínaði þegar ég kom upp á unglingsár. Án þess að ég gangi svo langt að segja að ég hati jólin, þá hefur mér verið fyrirmunað að sjá hvað er svona sérstakt við þetta fyrirbæri. Kannski minnkaði áhuginn í réttu hlutfalli við barnatrúna, eða í öfugu hlutfalli við aldur, þroska og þunglyndi. Sennilega er það blanda af öllu saman.

Nú fer að koma að því að maður hætti að upplifa jólin eingöngu í gegnum sjálfan sig, heldur er það önnur manneskja sem er í aðalhlutverki þessi og að öllum líkindum næstu 10-15 jól. Nú ríður því á að fara að reyna að koma sér í löngu gleymt jólaskap.

Svo vil ég bara minna á það að jólin eru í desember. Undanfarið hefur borið nokkuð á því að menn hafi gleymt því. Við sem eigum í vandræðum  með að koma jólaskapinu í gang, látum það fara heilmikið í taugarnar á okkur hvað fólk byrjar snemma að hlakka til jólanna. Þrátt fyrir allt er allt best í hófi, líka jólin.

Já, og einkunnir........10-8-8 

Ingvar Grinch

 

 


November 21, 2006
Ætti maður að byrja á þessari vitleysu aftur?

Já, það hefur farið eitthvað lítið fyrir mér undanfarna mánuði. Þar er einkum um að kenna (eða þakka), flutningum, námi, fjölskyldulífi, leti, andleysi, tölvuvandræðum, Tony Blair, og grænum baunum, svo eitthvað sé nefnt.

Annars er allt í góðu hér í Hafnarfjörður City. Heiður Ösp dafnar bara vel, þriðja tönnin var að koma í ljós í dag, og það er gríðarlega gaman í sundi. Námið gengur svona þokkalega, þrjú próf búin, eitt eftir, og ég held ég hafi aceað tvö þeirra.

Það er ýmislegt sem ég hef ætlað að blogga um undanfarið, innflytjendamál, bensínverð, daglegt líf fjölskyldumanns í Hafnarfirði, hvernig grænar baunir séu orsök allrar illsku, undirstöðukrafta í þrívíðum grindum, skort á áfengisneyslu, Reykjavíkurhnitakerfið, og margt, margt fleira.

Mikið ógurlega nennti ég því ekki, og nenni ekki að rifja upp hvað mér flaug í hug varðandi þessi málefni. Heimurinn verður þá bara að vera fátækari fyrir vikið.

Þá verður maður að víkja talinu að nýlegri hlutum. Ég seldi bílinn minn í dag og fékk annan uppí. Þar hafiði það.


August 17, 2006
45.....44.....43......

45 mínútur þar til ég slepp úr Fjarðaáli. búinn að vera hér í 2 ár mínus tvær vikur.

Helvíti góð tilfinning bara......þó að þetta hafi verið ágætur tími. En það er kominn tími til að halda áfram.

Habbnarfjörður......here I come.

Óver and át,,,,,,,,,,,,,,,,,,

 

I.


July 21, 2006
Púlitík

Þannig er mál með vexti að Stefán Bogi er kominn með síðu, kominn í framboð til formanns ákveðins stjórnmálafélags og ég veit ekki hvað. Gallinn er bara sá að þessi síða er uppfull af gengdarlausum áróðri fyrir stjórnmálaflokk sem ég hef afskaplega litlar mætur á. Því verð ég að benda mönnum á að þær stjórnmálaskoðanir sem þarna koma fram eru ekki mínar.

Aftur á móti gleðst ég yfir því að hann Stefán skuli bjóða sig þarna fram, enda ágætis kappi þar á ferð, sem ég þekki og treysti, þó við séum kannski ekki alltaf sammála. Og ekki getur þessi flokkur versnað mikið úr þessu.

Annars stefnir í það að ég verði orðinn Hafnfirðingur áður en mánuðurinn er úti. Spennandi tímar framundan. Annars lýsi ég hér með eftir fólki til að bera húsgögn, annars vegar þegar flutt verður út í lok næstu viku, og hins vegar þegar við flytjum inn fyrir sunnan. Aldrei að vita nema léttar fljótandi veitingar verði í boði, nánari tímasetning síðar.

Ingvar-tilvonandi Gabblari


July 8, 2006
Nú jæja

Það er eitthvað að gerast hérna.

Eitthvað sem hefur ekki gerst svo mánuðum skiptir.

Komment. Ég var búinn að gleyma hvernig þau litu út.

Bíllinn er enn til sölu. Var víst búinn að lofa mynd. Hér kemur hún.


June 21, 2006
Nýtt stöff

Jamm

Nýir linkar, teng bætist þarna við á einu bretti auk þess sem konan er komin með nýja síðu. Við fórum til Akureyris um síðustu helgi og reyndar á Dalvík líka. Bara hollt að skipta aðeins um umhverfi. Annars er það helsta í fréttum að ég er búinn að kaupa íbúð í Hafnarfirði, sem er gott mál nema hvað að peningarnir mínir fara nær allir í það verkefni. Þeir eru jú til að eyða þeim ekki satt?

Í ljósi þess langar mig að ítreka að bíllinn minn er enn til sölu, lýsingin er hér í færslunni að neðan. Enn ekki búinn að taka mynd af gripnum, en ég get fullyrt að hann er flottur, og eykur kvenhylli manna til muna. Gott dæmi um það er að ég var einhleypur þegar ég keypti hann fyrir rúmu ári síðan, en nú er ég kominn með konu og barn, allt bílnum að þakka......eða þannig.

Lifið heil....

Big Daddy-O

 


June 2, 2006
Að ég held

Ýmislegt er í farvatninu um þessar mundir. Íbúðakaup á næsta leyti, og allt uppsafnað fjármagn síðustu ára fer í það. Af þeim sökum verð ég, með miklum trega, að bjóða bílinn minn til sölu.

Bíllinn minn er sem sagt Nissan Maxima QX 2.0 Árgerð 1999 ekinn 106.000, Sjálfskiptur, með geislaspilara og leðursætum. Birti mynd síðar. Ásett verð er 990þús, en það má alltaf prútta, og "staðgreiðsla" og "Á borðið" eru mjög góð orð í því sambandi.

Áhugasamir geta hringt í 868-5098, eða sent mér póst á lefflus@hotmail.com. Nú eða bara kommentað.


Next Page






   

Survey4Life
Ingvar


Fjölskyldan
(Ég á mjög tölvuvædda fjölskyldu)
Heiður Ösp
Petra ofurmamma
Mamma
Unnur frænka
Kristján Ketill
Elfar
Hafþórarinsson

Tengdafjölskyldan
Sonja mágkona
Silja Mágkona
Davíð mágur

Vinir
Finnur Torfi
G. Þorkell
Haffi Snjólfur
Stuðmundur 2500
Einar Hroðbjartur
Urður Snædal
Friðriksson Frammari
Einar Rauði
Þóra Elísabet
Lubba
Stebbi Ara
Esprelloz
Freysi
Þórunn soðlappi
Sigmar Bóndi
Stefán Bogi
Gutti


Fyrrverandi vinnufélagar
Seli Ben
Steinþór pretty boy
Gretzky
Hjössi


Fólk sem ég þekki ekki
Anna